Icelandic(IS)English (United Kingdom)
Banner
Glæsileg aðstaða í Liege
Tuesday, 24 May 2016 14:28

Liege9Okkur var boðið við opnun nýrrar aðstöðu fyrir móttöku og afhendingu hrossa í Liege. Aðstaðan er orðin hreint frábær, ótrúlegt að sjá metnaðinn og dugnaðinn í uppbyggingu vallarins. Við fórum fyrir 12 árum að skoða þá aðstöðu sem þá var boðið uppá og þótti það mikil bjartsýni og djarft að eyða svo miklum peningum í að byggja hesthús ofl. sem á þeim tíma nýttist nær eingöngu fyrir nokkra íslenska hesta. Nú er næsta stóra stökk tekið. Byggt var fyrir ca. 2,5 milljónir EUR. Allt til fyrirmyndar, risastórar stíur, allir fletir rúnnaðir svo að slysahætta sé sem minnst, öll gólf gúmílögð eða hellulögð úr gúmíi. Stíurnar eru 55 til viðbótar við það sem áður var til staðar... (sjá nánar)

Liege21Hægt er að loka hverri 10 boxa einingu fyrir sig og taka þannig á móti hrossum frá mismunandi stöðum í einu. Möguleiki hefur opnast á að geyma hross hafi eigendur ekki tök á að sækja hrossið akkúrat þann dag sem áætlað var. Vel var tekið á móti okkur af starfsmönnum Flugleia Cargo sem og af flugvallaryfirvöldum. Við áttum með þeim fund, þar sem við fengum yfirsýn yfir áform þeirra og hugmyndir. Lengi vel var það íslenski hesturinn sem var megin uppistaðan í móttöku hesta í Liege, en nú með bættri aðstöðu er völlurinn að verða æ vinsælli fyrir önnur hestakyn. Enn er ekki búið að taka nýju aðstöðuna í notkun, það gerist á næstu dögum

Liege11Þrátt fyrir það eru um 4.000 hross sem fara um völlinn árlega, þar af um 1.000 íslensk. Þau hross sem fara frá Evrópu til keppni á Ólympíuleikunum í Río munu væntanlega fara um flugvöllinn í Liege. Þegar við komum höfðu yfir 70 hross verið afgreidd frá stöðinni, hross frá Dubai, Siri Lanka, Quatar... Við gátum því ekki farið inn í móttökuaðstöðuna fyrr en morguninn eftir að við komum og búið var að sótthreinsa og þrífa. Auðséð var að vel hafði verið vandað til verka í upphafi því að eftir þessi 12 ár sem aðstaðan hafði verið í notkun sá ekki á neinu, allt eins og nýtt. Þegar við mættum í móttökuhóf daginn sem við lentum í Liege voru mættir á staðinn ótrúlega flottir

Liege6hestaflutningabílar, hefði ekkert á móti því að eignas eins og einn af þeim ;o)

Við vorum 5 sem komum frá Íslandi, það var fararstjórinn Guðmundur Jón Helgason, Eysteinn Leifsson, Guðleif Leifsdóttir og síðan við systur Þórunn og Kristbjörg Eyvindsdóttir. Úti í Liege mætti síðan Siggi "Freyja"(sem ávalt fylgir hestunum á leiðiinni út), og þar hittum við Ingrid, Manfred og Kristján sem sjá um allt þegar til Lkege er komið. Frábært að fá tækifæari til að hitta alla og einnig að sjá hvað boðið er uppá frábæra aðstöðu fyrir hrossin þegar þau koma út. Takk fyrir mig :o) ps. fleyri myndir frá Liege má sjá á facebook síðu minni.

Share

Facebook   
 
 
 
© 2011 Horseexport.is / Hafið samband