Icelandic(IS)English (United Kingdom)
Banner
B-flokkur úrslit
Wednesday, 16 July 2008 14:20

gigjar084Gígjar frá Auðsholtshjáleigu og Árni Björn Pálsson gerðu það gott í B-flokknum.  Þetta er í fyrsta árið sem Gígjari er stefnt fram í gæðingakeppni, þ.e. forkeppni Fáks og svo Landsmótið.  Þeir félagar fóru beint í A-úrstlit og enduðu í 7.sæti, með frábæra einkunn 8,73.  Efstur varð Röðull frá Kálfhóli og Ísleifur Jónasson, annar varð Eldjárn frá Tjaldhólum og Guðmundur Björgvinsson, þriðji Akkur Brautarholti og Tryggvi Björnsson, fjórða Kjarnorka frá Kálfhóli og Sigurður Sigurðsson, fimmti Borði frá Fellskoti og Sigursteinn Sumarliðason, sjötta Blæja frá Háholti og Birna Káradóttir og áttundi Vígar frá Skarði og Rakel Natalie Kristinsdóttir.  Óskum við þeim öllum til hamingju, frábær hross og knapar.

Mynd: Gígjar frá Auðsholtshjáleigu og Árni Björn Pálsson / H.M.T. Peterse

Share

Facebook   
 
 
 
© 2011 Horseexport.is / Hafið samband