Icelandic(IS)English (United Kingdom)
Banner
Útflutningur
Thursday, 27 July 2006 14:33
AudsholtshjaleigaGunnar og Kristbjörg hafa rekið öflugt útflutningsfyrirtæki frá árinu 1986 og hafa flutt út langflest hross allra útflytjenda á Íslandi frá þeim tíma, 10 - 12 þúsund hross. Úflutningsfyrirtækið er alhliða þjónustufyrirtæki við kaupendur og seljendur hrossa um allan heim. Það hefur annast útflutning á hrossum til fjölda landa: Allra Norðurlandanna, flestra Evrópulanda, Bandaríkjanna, Kanada og Nýja-Sjálands.

Fyrirtækið sér um alla þætti útflutningsins, frá seljanda til kaupanda, alla pappírsvinnu, heilbrigðisskoðun, upprunavottorð, hestapassa og flutninga innanlands og utan. Öll hross sem fara frá Íslandi eru flutt með flugfragt. Móttökuhafnir eru Norköping í Svíþjóð, Billund í Danmörku, Liege í Belgíu og New York í Bandaríkjunum.

 Þér er velkomið að hafa samband við erum reiðubúin að aðstoða.

 

Share

Facebook   
 
 
 
© 2011 Horseexport.is / Hafið samband