|
Wednesday, 25 May 2016 08:29 |
Prýði frá Auðsholthsjáleigu kastaði dökkrauðblesóttri hryssu þann 19.maí. Faðirinn er Skaginn frá Skipaskaga.
Mynd: Krissa
|
Share
|
Tuesday, 24 May 2016 15:55 |
Íþróttamót Sleipnis tóks með miklum ágætum, skipulag, tímasetningar og hestakostur frábær. Stelpurnar okkar mættu með nokkur hross og stóðu sig með sóma.
Þórdís Erla sigraði 4-gang meistara á Sprota frá Enni með 7,40 í einkunn. Sproti er undan Orra frá Þúfu og Sendingu frá Enni.
Guðmunda Ellen tók þátt í 4-gangi og tölti ungmenna á Valsi frá Auðsholtshjáleigu. Þau höfnuðu í öðru sæti í báðum greinum. Einkunn í 4-gangi var 6,60 og 6,67 í tölti. Vals er undan Vordísi frá Auðsholtshjáleigu og Hnokka frá Fellskoti.
Mynd Sproti frá Enni og Þórdís Erla
|
Share
|
Read more...
|
Tuesday, 24 May 2016 15:52 |
Það verður nú að geta þess að það fóru fleiri á bak um helgina. Svala Björk samdi við langömmu og þandi Össur frá Auðsholtshjáleigu eftir stéttinni í B-tröðinni. Svei mér þá ef hún mamma hennar gerði þetta ekki líka á sínum tíma :o) Eftir sprettinn brá hún sér í heimsókn á kaffistofu vinkonu sinnar og fékk sér snúð og svala með Helgu Rún og Hrannari frænda. |
Share
|
Read more...
|
Tuesday, 24 May 2016 15:43 |
Þau stóðu sig vel um helgina systkinin undan Sendingu frá Enni. Þórdís Erla keppti á Ösp frá enni í Tölti T2 og hafnaði í 3. sæti. Ösp er undan Sendingu frá Enni og Goða frá Auðsholtshjáleigu. Hún keppti einning á Sprota frá Enni í 4-gang, Sproti er unand Sendingu og Orra frá Þúfu. Þau unnu B-úrslit og höfnuðu í 4. sæti í A-úrslitum eftir jafna og spennandi keppni. |
Share
|
Read more...
|
Tuesday, 24 May 2016 15:32 |
Fyrsta afkvæmi Topps frá Auðsholtshjáeigu fór í dóm á Sörlastööðum. Það var stóðhesturinn Prúður undan Perlu frá Ölvaldsstöðum og Toppi. Sýndndi var Þórdís Erla Gunnarsdóttir. Prúður hlaut fyrir sköpulag 8,52 og fyrir kosti 8,14. Aðaleinkunn 8,29 hann hlaut meðal annars 9,0 fyrir höfuð, réttleika, hófa og skeið. Fyrir fet fékk hann 9,5 Glæsilegt :o)
|
Share
|
|
|
|
|