Icelandic(IS)English (United Kingdom)
Auglýsing
Arnoddur stóð undir væntingum
Föstudagur, 15. maí 2009 15:28

 

arnoddur0910

Hinn 4 vetra Arnoddur IS2005187018 fékk góðan dóm á kynbótasýningu í Víðidal.  Hann hlaut fyrir sköpulag 8,35, fyrir kosti 8,23 og í aðaleinkunn 8,28.  Miklar væntingar voru til folans enda foreldrarnir ekki af verri endanum. Faðirinn er hinn magnaði Þóroddur frá Þóroddsstöðum og móðirin Trú frá Auðsholtshjáleigu. Arnoddur er 4 afkvæmi Trúar sem kemur til kynbótadóms og er skemmst frá að segja að þau hafa öll farið í góð I. verðlaun 4-5 vetra gömul.  Trú er með í kynbótamati 127 stig.  Sýnandi Arnodds var Þórður Þorgeirsson og fórst honum það vel úr hendi sem endranær.

Mynd: Arnoddur og Þórður /Tóta (sjá fleiri myndir af Arnoddi undir nánar).  

 

 

arnoddur099

Sýnd afkvæmi Trúar eru:

Tónn IS2001187018 frá Auðsholtshjáleigu B: 8,2 H: 8,58 Aðaleinkunn 8,43

Tór IS2002187018 frá Auðsholtshjáleigu B: 8,13 H: 8,21 Aðaleinkunn 8,18

Tíbrá IS2003287018 frá Auðsholtshjáleigu B. 8,11 H: 8,28 Aðaleinkunn 8,21

Arnoddur IS2005187015 frá Auðsholtshjáleigu B: 8,35 H. 8,23 Aðaleinkunn 8,28

Mynd: Krissa 

 

 

arnoddur098

 

 

 

 

Mynd: Tóta

 


 

 

 

 

 

 

 

Share

Facebook   
 
 
 
© 2011 Horseexport.is / Hafið samband