Icelandic(IS)English (United Kingdom)
Auglýsing
Breytt vægi gangtegunda
Þriðjudagur, 06. apríl 2010 16:00

ork081Samþykktar hafa verið breytingar á vægi gangtegunda í kynbótadómi.  Lítið hefur verið fjallað um málið en ef aðeins er skoðað hvaða áhrif þetta hefur kemur ýmislegt í ljós.  Séu 10 efstu 4.vetra hryssurnar frá síðasta Landsmóti reiknaðar upp kemur fram að þær lækka allar frá 1 upp í 8 stigum af heildareinkunn.  Að meðaltali um 5,4 stig.  Klárhrossin koma mjög illa út t.d. nær 7.vetra hestur sem er með 8,0 fyrir byggingu ekki inn á Landsmót 2010 þó svo að hann fái 9,5 fyrir tölt, 9,0 fyrir brokk, 9,0 fyrir stökk, 9,5 fyrir vilja og geð, 9,0 fyrir fegurð í reið  og 9,0 fyrir fet.  Hér á eftir má sjá nokkur dæmi.

Mynd: Klárhryssan Örk frá Auðsholtshjáleigu og Gunnar Arnarson/Krissa

4 vetra hryssur Landsmóti 2008

Gletta frá Þjóðólfshaga       8,35      skv. nýju vægi   8,28
Salka frá Stuðlum              8,26        "      "      "      8,23
Þrift frá Hólum                 8,25        "      "      "      8,22
Djörfun frá Ketilsstöðum    8,23        "      "      "      8,20
Kantata frá Hofi                8,21        "      "      "      8,15
Telma frá Reykjavík           8,19        "      "      "      8,12
Sónata frá Stóra-Ási           8,17        "      "      "      8,11
Freisting frá Holtsmúla 1    8,14        "     "       "      8,11
Katrín frá Litlu-Sandvík      8,14        "     "       "      8,06
Glaðdís frá Kjarnholtum I   8,10        "     "       "      8,02
4 vetra stóðhestar Landsmóti 2008
Seiður frá Flugumýri II        8,42    skv. nýju vægi    8,40
Kiljan frá Steinnesi             8,39      "      "      "      8,36
Kappi frá Kommu               8,29      "      "      "      8,21
Þeyr frá Prestbæ                8,26      "      "      "      8,21
Grunnur frá Grund             8,25      "      "      "      8,23
2 þekkt klárhross
Kaspar frá Kommu              8,40  skv. nýju vægi    8,32 (næði ekki inn  á Landsm)
Með 9 fyrir tölt, 10 brokk, 8,5 stökk, 9,5 vilja og geð 9 fegurð í reið 8,0 fet 
Æsa frá Árnagerði              8,35     "      "     "        8,23 (næði ekki inn á  Landsm)
Með 9,5 fyrir tölt, 9 brokk, 9 stökk, 9,5 vilja og geð, 9 fegurð í reið 6,5 fet.
Hvorttveggja hross sem mikill fengur er í að hafa á Landsmóti afburða hross sem vekja verðskuldaða athygli og aðdáun. 
Fann einn sem hækkaði Smile
Ófeigur frá Þorláksstöðum   8,52 skv. nýju vægi     8,53
hann er með 9 fyrir vilja og geð, 9 fyrir skeið og 9,5 fyrir fet.
Eflaust hafa fleiri hross hækkað eitthvað en ekkert í líkindum við það sem hrossin lækka, hvorki í stigum né fjölda.
Hver verða áhrif þessa þegar klárhross lækka svo til muna, eiga klárhestafeður nokkurn möguleika meir á að ná heiðursverðlaunum fyrir afkvæmi?  Hvernig reiknast þetta inn í kynbótamatið ???????
Einnig má hugleiða hver staða þeirra hrossa er sem vantaði herslumuninn upp á I. verðlaun.  Búið er að kosta upp á tamningu og þjálfun í heilt ár og etv. eiga þau ekki möguleika á að hækka, þó svo að þau hafi bætt sig töluvert.  Hross geta lækkað um 12 stig í heildareinkunn (kanski meira, þarf að reikna fleiri dæmi), inntökuskilyrði fyrir LM hafa verið hert um ca. 5 stig þannig að fyrir mörg hross verður á brattann að sækja.

 

Share

Facebook   
 
 
 
© 2011 Horseexport.is / Hafið samband