Icelandic(IS)English (United Kingdom)
Auglýsing
Sveinn-Hervar seinna gangmál
Mánudagur, 28. júlí 2008 17:21

sveinn-hervar_nor Gæðingafaðirinn Sveinn-Hervar frá Þúfu IS1994184553 verður seinna gangmál að Kommu í Eyjafjarðarsveit á vegum Hrossaæktarsamtaka Eyfirðinga og Þingeyinga.. 

Tekið er við hryssum milli kl. 20-22 Þriðjudag 29.Júlí, einnig er hægt að hafa samband við Vilberg Jónsson Kommu 8932842 eða Zophonías Jónmundsson 8926905 ef tímasetning hentar ekki. 
Sveinn-Hervar hefur verið að skila fallegum hrossum og sérstaklega flottum klárhrossum.  Má þar nefna I. verðlauna stóðhestana Dug frá Þúfu, Kjarna og Tór frá Auðsholtshjáleigu, Sikil frá Sperðli, Flögra frá Hábæ og hryssurnar Framtíð og Spes frá Ketilsstöðum, Eldingu frá Lynghól, Limru frá Krikjubæ 2 og fleiri. Af 53 hrossum sem hlotið hafa fullnaðar kynbótadóm hafa: 30 hlotið 8,5 eða meira fyrir vilja og geð, 29 hlotið 8,5 eða meira fyrir fegurð í reið og 22 hlotið 8,5 eða meiar fyrir tölt.
Mögulegt er að bæta við örfáum hryssum.      

Share

Facebook   
 
 
 
© 2011 Horseexport.is / Hafið samband