Icelandic(IS)English (United Kingdom)
Auglýsing
Horseexport
Gletta frá Argerði
Miðvikudagur, 19. október 2011 10:14

gletta 20111019 1013450001

Hún Gletta mín frá Árgerði er orðin 23 vetra gömul.  Hún er í góðu standi en hefur svolítið verið að stríða mér með að fyljast seint á sumrin.  Ég er búin að reyna að flýta henni, hélt henni frá hesti og byrjaði að halda henni snemma sumars, en allt kom fyrir ekki hún lætur sér ekki segjast.  En okkur er etv. ekki ætlað að stjórna öllu.  Hún kastaði um daginn, myndarlegum fola undan Gígjari frá Auðsholtshjáleigu. Henni er alveg fyrirgefið hvað hún er sein

Share

Facebook   
 
Nóvember
Laugardagur, 12. nóvember 2016 11:22

flugfrakt1Eitthvað er ég að gleyma mér í fréttamennskunni. En hér eru nóvember fréttir. Flogið verður til Norrköping 15. nóvember og á Liege vikulega jafnvel tvisvar í viku. Þ.e. miðvikudaga og fimmtudaga.

Share

Facebook   
 
Útflutningur til Norrköping, Billund, New York og Liege
Þriðjudagur, 13. september 2016 13:54

Merki fyrir_Meistaradeild-3Flogið verður til Billund 18.október til Liege 5, 6 12, 13, 19, 26 október. Til Norrköping þann 25.okt.

Next flights are : To Liege 5th, 6ht, 12th, 13th, 19th and 26th of October. To Billund the 18th of October. Norrköping the 25th of October.

Share

Facebook   
 
Andlitslyfting
Miðvikudagur, 19. október 2011 10:06

vididalur 20111019 1701902880 
 Mikið stendur til í Víðidalnum á næsta ári, Það ýtir við mörgum að fara nú að ditta að húsum og umhverfi.  Til hafði staðið í nokkurn tíma að skipta um þak á hesthúsinu í bænum og mála.  Við erum byrjuð eins og svo fjölmargir aðrir sem vilja hafa dalinn í sparifötunum á komandi Landsmóti.

Share

Facebook   
 
Hreggviður og Þórdís Erla
Miðvikudagur, 19. október 2011 09:47
hregg 20111019 1366850336 

Hún var stolt og ánægð eigandinn, ræktandinn, þjálfarinn og knapinn á honum Hreggvið frá Auðsholtshjáleigu í dag.  Á sínu öðru móti utanhúss fóru þau með sigur af hólmi í 5-gang á íþróttamóti Dreyra og Harðar. Úrslit fóru sem hér segir:

1 Þórdís Erla Gunnarsdóttir / Hreggviður frá Auðsholtshjáleigu 7,31 
2 Birna Tryggvadóttir / Röskur frá Lambanesi 7,24 
3-4 Jakob Svavar Sigurðsson / Alur frá Lundum II 7,21 
3-4 Viðar Ingólfsson / Aspar frá Fróni 7,21 
5 Haukur Baldvinsson / Falur frá Þingeyrum 7,14 
6 Jóhann G. Jóhannesson / Brestur frá Lýtingsstöðum 7,12 
7 Daníel Ingi Smárason / Nói frá Garðsá 7,02 
8 Sigurður Sigurðarson / Tinni frá Kjarri 6,69

Share

Facebook   
Nánar...
 


Síða 8 af 221
 
 
© 2011 Horseexport.is / Hafið samband