Icelandic(IS)English (United Kingdom)
Auglýsing
Horseexport
Heimsmeistaratitill þrisvar sinnum í röð !!!
Föstudagur, 19. ágúst 2011 15:25


kjarni095Það vakti mikla athygli á Heimsmeistaramótinu að í flokki stóðhesta 6 vetra mætti enn og aftur stóðhestur frá Auðsholtshjáleigu.  Þriðja Heimsmeistaramótið í röð stóð stóðhestur frá búinu uppi sem heimsmeistari.   Árið 2007 var það Dalvar frá Auðsholtshjáleiug, 2009 Kjarni frá Auðsholtshjáleigu og 2011 Arnoddur frá Auðsholtshjáleigu. Einnig má geta þess að á síðustu tveimur mótum hafa þrjú afkvæmi Sveins-Hervars landað heimsmeistaratitli, þau Kjarni frá Auðsholtshjáleigu, Smá frá Þúfu og Ósk frá Þingnesi. 

Mynd: Kjarni frá Auðsholtshjáleigu og Þórður Þorgeirsson. 

Share

Facebook   
 
Frábært íþróttamót Sleippnis.
Þriðjudagur, 24. maí 2016 15:55


sproti12
Íþróttamót Sleipnis tóks með miklum ágætum, skipulag, tímasetningar og hestakostur frábær. Stelpurnar okkar mættu með nokkur hross og stóðu sig með sóma.

Þórdís Erla sigraði 4-gang meistara á Sprota frá Enni með 7,40 í einkunn. Sproti er undan Orra frá Þúfu og Sendingu frá Enni.

Guðmunda Ellen tók þátt í 4-gangi og tölti ungmenna á Valsi frá Auðsholtshjáleigu. Þau höfnuðu í öðru sæti í báðum greinum. Einkunn í 4-gangi var 6,60 og 6,67 í tölti. Vals er undan Vordísi frá Auðsholtshjáleigu og Hnokka frá Fellskoti.

Mynd Sproti frá Enni og Þórdís Erla

Share

Facebook   
Nánar...
 
Fleiri stórknapar
Þriðjudagur, 24. maí 2016 15:52

svala13Það verður nú að geta þess að það fóru fleiri á bak um helgina. Svala Björk samdi við langömmu og þandi Össur frá Auðsholtshjáleigu eftir stéttinni í B-tröðinni. Svei mér þá ef hún mamma hennar gerði þetta ekki líka á sínum tíma :o) Eftir sprettinn brá hún sér í heimsókn á kaffistofu vinkonu sinnar og fékk sér snúð og svala með Helgu Rún og Hrannari frænda.

Share

Facebook   
Nánar...
 
Veðurblíðan nýtt
Föstudagur, 19. ágúst 2011 15:25


selmaVeðrið er búið að vera frábært frá því að við komum heim af heimsmeistaramóti.  Allt er að komast í gang, útreiðar, sónarskoðanir og önnur bústörf.  Hlynur Snær og systir hans Selma nýttu tímann og brugðu sér á bak.  Hér eru þau mætt á Gefjun og Heimaey frá Auðsholtshjáleigu.  Gefjun er undan Glettu frá Árgerði og Orra frá Þúfu.  Heimaey er unand Trú frá Auðsholtshjáleigu og Leikni frá Vakursstöðum.    

Share

Facebook   
 
Arnoddur frá Auðsholtshjáleigu efstur 6 vetra stóðhesta
Föstudagur, 19. ágúst 2011 15:24


arnoddur20111Arnoddur stendur efstur eftir forsýningu í flokki 6 vetra stóðhesta á Heimsmeistaramótinu í Austurríki.

Þeir voru í góðu formi í morgun Arnoddur  og  Sigurður Matthíasson og fengu í aðaleinkunn 8.43. 

Mynd: frá Landsmóti 2011 

Share

Facebook   
 


Síða 10 af 221
 
 
© 2011 Horseexport.is / Hafið samband