Icelandic(IS)English (United Kingdom)
Auglýsing
Frábær laugardagur
Sunnudagur, 31. janúar 2016 13:41

rekstur20162Einn besti dagur ársins, (enn sem komið er) var í gær laugardag.

Hreint frábær dagur sem nýttist vel. Hrossin fengu að viðra sig í góða veðrinu, fórum með rekstur, aðeins var farið á hestbak.

Hestakostur góður svo að hægt að brosa breitt lengi og vel.

Síðan var gefið, mokað og vasast í hrossum, "lífið er yndislegt"

Share

Facebook   
 
Árni Björn Pálsson leiðir einstaklingskeppnina.
Sunnudagur, 31. janúar 2016 13:34

stormur 2Í einstaklingskeppninni er það Árni Björn Pálsson liði Auðsholtshjáleigu sem leiðir. Staða 12 efstu knapa er sem hér segir:

Árni Björn Pálsson 19,5 stig

Sigurður V. Matthíasson 17,5 stig

Sigurbjörn Bárðarson 14 stig

Davíð Jónsson 13 stig

Hulda Gústafsdóttir 12 stig

Jakob S. Sigurðsson 11,5 stig

Edda Rún Ragnarsdóttir og Elín Holst 9 stig

Teitur árnarson, Sigurður Óli Kristinsson og Þórdís Erla Gunnarsdóttir 8 stig.

Share

Facebook   
 
Lið Auðsholtshjáleigu leiðir.
Sunnudagur, 31. janúar 2016 13:18

logo1Þegar 3 greinum er lokið í Meistaradeildinni leiðir lið Auðsholtshjáleigu. Samkvæmt vef Meistaradeildar er staðan sem hér segir:

Auðsholtshjáleiga-Horseexport 143 stig

Ganghestar/Margrétarhof 118 stig

Heimahagi 117,5 stig

Árbakki/Kvistir 115 stig

Hrímnir/Export hestar 110,5 stig

Top Reiter/Sólning 107,5 stig

Gangmyllan 95 stig

Lýsi/Oddhóll/Þjóðólfshagi 87,5 stig

Share

Facebook   
 
Frábær árangur í 4-gang
Sunnudagur, 31. janúar 2016 13:02


sproti1Þau stóðu sig frábærlega í 4-gangnum liðsmenn okkar. Við erum mjög stolt.

Þórdís Erla mætti með Sprota frá Enni. Með frábærri sýningu fór hún beint í Úrslit. Í úrslitum bættu þau enn í. Frábær reiðmennska, flottar stillingar, góðar gangtegundinr og glæsileiki skilaði þeim 7,47 í einkunn og 4. sæti.

Árni Björn telfdi fram gæðingnum Skímu frá Kvistum. Þau voru glæsileg og að öðru ólöstuðu var töltið magnað. Þau fengu 7,17 í einkunn og 8. sæti, næst við úrslit.

Ásmundur Ernir og Spölur komu rétt á hæla þeim með flotta sýningu. Þeir félagar létu sannarlega að sér kveða í sinni fyrstu meistaradeildarkeppni. 7,13 og 10. sætið.

Share

Facebook   
 
Enn af samstarfsfólki
Föstudagur, 29. janúar 2016 13:47

solvisvafnir2Áfram með söguna, þettað smá kemur en þó er langt í land hér má sjá fleira samferðafólk.

Sjá nánar:

Here after can you see more of the people we have been so lucky to work with.

See more.

Share

Facebook   
Nánar...
 


 
 
© 2011 Horseexport.is / Hafið samband